• Löglegar forsendur

    Ertu að flytja til Íslands?

    Erlendir ríkisborgarar sem vilja setjast að í Íslandi þurfa löglegar forsendur fyrir búsetu til að fá dvalarleyfi. Mismunandi tegundir dvalarleyfa veita mismunandi réttindi og skyldur. Allir verða að kynna sér reglurnar sem gilda um þá. Öllum sem búa á Íslandi ber skylda til að kynna sér lög og reglur landsins. Þér ber einnig skylda til að veita opinberum yfirvöldum réttar upplýsingar þegar þess er óskað.

    Lesa meira

Fræðsla fyrir flóttamenn

Næstu námskeið

Ummæli innflytjenda

Hágæða útisundlaugar útum allt

Þeir sem hafa heimsótt útisundlaugar erlendis vita að þær standast einfaldlega ekki samanburð við íslensku laugarnar. Ólíkt Íslendingum þá eru erlendar þjóðir ekki sérstaklega hrifnar af því að hita upp sundlaugarnar sínar. Íslenska sundlaugarmenningin er síðan kafli út af fyrir sig: skreppa með börnin í sund á laugardagsmorgni eða hlusta á stjórnmálaumræður heldri manna í heita pottinum.

George Foreman Grill áhugamaður

Ummæli innflytjenda

Allt er mögulegt "Viðhorfið"

Þrátt fyrir að Ísland sé lítið land þá kunna Íslendingar svo sannarlega að hugsa stórt og framkvæma hratt. Frasinn „þetta reddast!“ finnst hvergi annars staðar en hér. Þetta kæruleysislega viðhorf kann að vera litið hornauga af öðrum þjóðum en það er þó ekki hægt að neita því að það hefur gert okkur kleift að takast á við áskoranir og verkefni sem virðast óyfirstíganleg.

Svandís Eyfjörð - Færeyjar Ferðafrömuður